Beislisbśnašur

Hesturinn beislaður

Munnurinn er fremsti hluti meltingarfæranna og hefur það meginhlutverk að bíta gras (taka inn fóður), greina mögulega aðskotahluti og losa þá út úr munninum og síðast en ekki síst að tyggja fóðrið. Heilbrigður munnur er nauðsynlegur fyrir meltinguna og þar með fyrir líf og heilsu hestsins.

Munnurinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki í samskiptum hesta. Samskipti við manninn í gegnum beislisbúnað, þar sem knapinn nýtir sér sköpulag og næmni munnsins, er hins vegar ekki eitt af hans náttúrulegu hlutverkunum og þarf því að undirbúa vel.

Allir hlutar beislisbúnaðarins; mélin, höfuðleðrið og múllinn, og stilling þeirra hafa áhrif á hestinn. Hér á eftir verður þó fyrst og fremst fjallað um áhrif méla.Munnurinn er fremsti hluti meltingarfæranna og hefur það meginhlutverk að bíta gras (taka inn fóður), greina mögulega aðskotahluti og losa þá út úr munninum og síðast en ekki síst að tyggja fóðrið. Heilbrigður munnur er nauðsynlegur fyrir meltinguna og þar með fyrir líf og heilsu hestsins.

        

Mélin liggja á tungunni yfir kjálkabeininu á tannlausa bilinu (milli framtanna og bita annars vegar og jaxlanna hins vegar).

Þrátt fyrir að munnur hestsins virðist skapaður til að bera mél er tilgangurinn með lögun hans og gerð annar, þ.e. að gefa hestinum færi á að yfirfara fóðrið með tungunni og aðskilja hugsanlega aðskotahluti sem gætu skaðað hestinn. Ennfremur að geyma fóðrið, flytja það aftar í munninn og stjórna tyggingunni.

Munnur hestsins er að innan þakinn afar næmri slímhúð sem sendir sjálfvirk taugaboð (reflexa) sem  t.d. opna munninn og  losa út aðskotahluti. Þessi taugaboð eru ekki aftengd þegar hesturinn er beislaður og það er nauðsynlegt fyrir knapann að þekkja þau til að skilja  viðbrögð hestsins við mélum og öðrum búnaði.

Tungan og neðri kjálkinn bera mélin. Gott taumsamband næst því aðeins að hesturinn slaki á vöðvunum sem tengjast neðri kjálkanum.  

Hafa ber í huga að tungan og gómfyllan og fylla munn hestsins og því þurfa mélin að skapa sér pláss inni í munninum. Tungan er eftirgefanleg um leið og hún er sterk og er í raun vel til þess fallin að taka á móti þrýstingi.    

 Taumsamband

„ Hugtakið taumsamband er stundum einskorðað við samband taumhandar við munn hestsins.Gæði taumsambandsins ákvarðast þó af fleiri þáttum. Áhrif knapans á bak hestsins með þyngd sinni sem og ábendingar frá fótum stjórna samspili vöðvaspennu og slökunar í öllu vöðvakerfi hestsins og endurspeglast í mýkt í baki og hnakka  sem er ekki síður mikilvæg fyrir taumsambandið“. Gerd Heuschmann. 

Val á mélum

Allur beislisbúnaður getur meitt hross. Hættan á meiðslum er magfeldi af þrýstingnum sem kemur á mjúkvef í munni og tímanum sem hann varir. Þess vegna er stöðugur þrýstingur líklegri til að valda sárum í munni en skammvinnur, þótt hann sé meiri.

Við val á mélum þarf að taka tillit til náttúrulegra taugaboða (reflexa)  munnsins og lágmarka örvun þeirra. Þannig má auka líkurnar á góðu sambandi taumhandar við munn hestsins. Mél sem stríða alvarlega gegn eðli munnsins auka hættuna á  sárum í slímhúð og geta einnig skaðað tennur hestsins.

Það er mikilvægt að mjúki vefur munnsins, tunga og kinnar, taki við þrýstingi frá mélunum og öðrum búnaði. Ef þrýstingurinn kemur á tennur eða kjálkabein aukast mjög líkur á sárum og öðrum áverkum.

Of löng mél leiða til þess að slímhúð í kinnum lendir í klemmu á milli mélanna og fremstu jaxla. Við þær aðstæður dregur úr blóðflæði til slímhúðarinnar og þrýstingssár taka að myndast.

Koma má í veg fyrir að þrýstingur frá mélum lendi alltaf á sama svæði í munninum með því að skipta reglulega um mél og getur það dregið úr hættunni á þrýstingssárum.

Mél sem eru þannig gerð eða stillt að þau örva stöðugt reflexa í munninum auka hættuna á tungubasli, þ.m.t. að hesturinn lyfti mélunum upp á fremstu jaxla sem með tímanum leiðir til tannskemmda.

Mél með tunguboga auka verulega hættuna á sársaukafullum áverkum á kjálkabeini.