Inngangur

Velferð hestsins er grundvöllur hestamennskunnar og þeirrar ánægju sem af henni hlýst. Til að hún megi þróast áfram á forsendum hestsins er þekking hestamanna á líffræði hestsins lykilatriði.

Markmið þessarar vefsíðu er að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til reiðar.  

Auglısing 4